Get ég farið aðeins hluta af ferðinni og til dæmis notað aðeins miðann til baka?
Nei, þú getur ekki bara notað miðann til baka.
Þú verður að innrita þig og fljúga alla leið til endanlegs áfangastaðar til að tryggja að flugfélagið fljúgi aftur með þig heim.
Ef þú til dæmis bókaðir flug Reykjavík-Kaupmannahöfn-Reykjavík má ekki bara fljúga til baka heim frá Kaupmannahöfn. Þú verður fyrst að fljúga Reykjavík-Kaupmannahöfn til að geta notað miðann til baka, Kaupmannahöfn-Reykjavík.
Flugfélög afbóka sjálfkrafa allt heimflug hafi farþegi ekki notað flugið út og við sem ferðaskrifstofa getum ekki haft nein áhrif á það. Þú færð heldur ekki miðann endurgreiddan.
Hins vegar er hægt að nota eingöngu flugið út en sleppa fluginu heim. Þá færðu heldur ekki flugmiðann endurgreiddan.