Bókunarstaðfestingin þín og ferðaskjöl hafa verið send til þín í tölvuskeyti við bókun. Þú getur einnig sótt gögnin á vefsetur okkar. Þú skráir þig þar inn með netfangi og bókunarnúmeri. Í hægri dálki efst finnur þú „Prenta staðfestingu mína" og aðeins neðar á síðunni finnur þú „Ferðaskjöl".
- Staðfesting
Prentaðu staðfestinguna út og hafðu hana meðferðis ásamt gildu vegabréfi. Hafir þú bókað hótel, verður þjónustubeiðni hótelsins einnig með í staðfestingunni. Þú þarft að framvísa henni við innritun á hótelinu.
- Ferðaskjal
Prentaðu ferðaskjalið og hafðu það meðferðis ásamt gildu vegabréfi. Í ferðaskjalinu er að finna bókunarnúmer flugfélagsins og miðanúmer þitt.
Þú finnur nýjustu flugupplýsingar á vefsetri flugfélagsins eða á www.checkmytrip.com, www.tripcase.com eða www.viewtrip.com. Hér má einnig finna miðanúmer og bókunarnúmer flugfélagsins sem verður uppfært innan 24 klukkustunda frá bókun. Sem viðskiptavinur ert þú ábyrgur fyrir því að fylgjast með brottfarartímum flugs bæði að heiman og heim á vefsetri flugfélagsins eða ofangreindum vefsetrum.
Þú skráir þig þar inn með eftirnafni þínu og bókunarnúmeri. Ekki nota Ð, Þ eða broddstafi þegar þú slærð inn nafn þitt. ÞÓRÐARDÓTTIR verður t.d. að THORDARDOTTIR o.s.frv. (Þ = TH, Ð = D, Ó = O o.s.frv.).