Allar tímasetningar í bókun þinni eru samþykktar tengingar samkvæmt flugfélögunum. Flugfélög og flughafnir skipuleggja í sameiningu þann tíma sem þarf til að koma sér á milli flugvéla. Þar er tekið tillit til ferða á milli flugstöðva og öryggisathugana ef við á.
Við mælum alltaf með því að viðskiptavinir okkar fari beint að hliðinu sem framhaldsflugið er frá. Það er sýnt á flugvellinum þegar farið er í framhaldsflug.
Ef þú hefur bókað tvær sjálfstæðar flugferðir með millilendingu þarftu sjálf/ur að hafa samband við flugfélagið til að ganga úr skugga um að þú hafir tíma til að komast í framhaldsflug. Það tekur yfirleitt lengri tíma þar sem þú gætir þurft að sækja og innrita farangur á ný og fleira. Það tekur því miklu meiri tíma að fljúga tvær sjálfstæðar flugferðir með millilendingu á eigin vegum.