Við mælum með að þú sért alltaf með vegabréfið með í för þegar þú ferðast! Heimilt er að neita fólki um að fara um borð ef ekki eru fyrir hendi gild ferðaskjöl, t.d. vegabréf, vegabréfsáritun eða viðkomuleyfi, en það ræðst af áfangastað. Ferðaskjölin verða að uppfylla kröfur bæði viðkomandi landa og flugrekanda.
Ef þú þarft vegabréfsáritun og/eða bólusetningu er það á þína ábyrgð að sjá til þess.
Vegabréf og vegabréfsáritun
Gakktu úr skugga um að þú hafir gilt vegabréf þegar þú gerir bókun. Ef þú þarft vegabréfsáritun fyrir lokaáfangastað og, ef nauðsyn krefur, vegabréfsáritun fyrir viðkomu/flutning á flugvöll, er það einnig á þína ábyrgð að sjá til þess. Þú berð ábyrgð á öllum kostnaði sem kann að rísa ef þú hefur ekki gild skjöl meðferðis.
Nauðsynlegt er að hafa staðfest komuleyfi (ESTA) og véllesanlegt vegabréf fyrir öll ferðalög til og frá Bandaríkjunum.
Allir einstaklingar án vegabréfsáritunar þurfa að sækja um eTA (rafræna ferðaheimild) fyrir allar ferðir til og frá Kanada.
Sérstakar kröfur eru gerðar um að hafa pantað heimfararmiða þegar farið er til tiltekinna landa. Þú berð ábyrgð á því að kanna þetta hjá sendiráði viðkomandi ríkis og flugfélaginu.
Bólusetning
Þú berð ábyrgð á því að hafa allar bólusetningar og önnur nauðsynleg formsatriði í lagi fyrir ferðir til þess lands sem áformað er að heimsækja. Þér ber að greiða allan kostnað sem tengist þessu.