Eftir að þú hefur fengið tölvupóstinn frá okkur færðu tölvupóst frá Hyperwallet. Í þeim tölvupósti getur þú fengið aðgang að eyðublaði til að uppfæra kreditkortaupplýsingar þínar og biðja um endurgreiðslu. Þú verður einnig beðin/n um að staðfesta reikning þinn með því að staðfesta símanúmerið til að fá aðgang að eyðublaðinu. Vinsamlegast notaðu númerið sem gefið var upp við bókun ferðarinnar. Ef þú manst ekki númerið sem þú notaðir við bókun skaltu fara eftir þessum skrefum:
- Opnaðu staðfestingartölvupóstinn
- Smelltu á „Bókanir mínar”
- Skrunaðu niður að „Mikilvægar upplýsingar fyrir ferð þína.”
Hér er skráð rétt símanúmer. Sláðu aðeins inn tölustafina til að svara staðfestingarspurningunni, ekki slá inn „+"
Að staðfestingu lokinni færð þú aðgang að eyðublaðinu til að skrá upplýsingar þínar. Þegar því er lokið endurgreiðum við þér innan u.þ.b. 6 virkra daga. Hyperwallet sendir þér nýjustu upplýsingar á meðan á öllu endurgreiðsluferlinu stendur.