Ef þú óskar eftir endurgreiðslu flugmiða og átt rétt á henni hjálpum við þér að fá endurgreitt. Í fyrsta lagi óskum við eftir endurgreiðslu frá flugfélaginu. Flugfélagið þarf síðan að samþykkja beiðnina svo endurgreiðsluferlið geti hafist. Einnig er hægt að hafa samband við flugfélagið beint.
Endurgreiðslan er háð úrvinnsluhraða flugfélagsins. Hann getur verið mjög breytilegur frá einu flugfélagi til annars og því miður getum við ekki haft áhrif á úrvinnsluhraðann. Við munum vitaskuld gera okkar besta til að tryggja að allar endurgreiðslur sem þú átt rétt á verði gerðar upp eins fljótt og auðið er.
Þegar endurgreiðsla hefur verið innt af hendi, bakfærum við greiðsluna. Þetta þýðir til dæmis að hafir þú greitt ferðina með greiðslukorti á endurgreiðslan að fara inn á sama kort.