"Hér undir er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar áður en þú heldur áfram með breytinguna.
- Endurbókunin getur falið í sér 2 gjöld, annað frá flugfélaginu og svo umsýslugjald frá okkur.
- Breytingagjaldið er breytilegt og ræðst af reglum flugfélagsins. Hér má finna skrá yfir gjöld okkar - neðst á síðunni.
- Athugaðu að ef nýja miðaverðið er hærra en upphaflegt verð þarf að greiða mismuninn.
- Ef þú keyptir sveigjanlegan miða við bókun verða öll umsýslugjöld felld niður. Hins vegar verður þú engu að síður að greiða mismun ef nýja miðaverðið er hærra en upphaflegt verð.
- Ekki er hægt að vista framboð og verð. Með það í huga hvetjum við þig til að gera breytinguna eins fljótt og auðið er til að forðast verðhækkanir eða missa af bestu ferðadögunum.
Þegar þú vilt breyta bókun þinni þarftu að hafa samband við þjónustudeild okkar símleiðis, þar er annast um allar endurbókanir. Hafðu samband við þjónustuverið hér"