Þetta gæti verið vegna þess að þú ert enn með gamla leit í innkaupakörfunni. Farðu inn í innkaupakörfuna, tæmdu hana og byrjaðu svo aftur á nýrri bókun. Sumir vafrar muna það sem áður hefur verið leitað að og þú þarft að eyða því fyrst úr minninu. Einnig er hægt að fjarlægja ,vefkökur' til að hreinsa fyrri leit.