Já. Þegar bókun er gerð þarf að skrifa öll nöfn sem skráð eru í vegabréfi. Flugfélög hafa strangar reglur um öryggismál og afar mikilvægt er að öll nöfn farþega séu skráð nákvæmlega eins og í vegabréfi.
Flugfélög leyfa yfirleitt ekki neina breytingu á nafni eða yfirfærslu miða. Ef þú slærð inn nafn ranglega getur það þýtt að þú þurfir að kaupa nýjan miða án þess að fá ranglega útfyllta miðann endurgreiddan.
Þú verður að skrifa Þ, Æ og Ð og broddstafi, séu þessir stafir í nafni þínu í vegabréfinu. Bókunarkerfið okkar leiðréttir svo sjálfkrafa stafina í TH, AE og D.