Ef þú átt rétt á endurgreiðslu getum við sent umsókn um endurgreiðslu til flugfélagsins fyrir þína hönd. Þegar og ef flugfélagið samþykkir beiðnina og upphæðin hefur verið endurgreidd okkur vinnum við úr endurgreiðslu þinni í samræmi við reglur flugfélagsins og skilmála okkar, sem þú geturfundið hér. Endurgreiðsluupphæðin verður greidd út í upprunalegu greiðsluformi.
Það ræðst af töfum frá flugfélögunum en endurgreiðsluferlið getur tekið á bilinu 2-8 vikur og jafnvel lengur í sérstökum tilvikum eftir að umsókn hefur verið send flugfélaginu. Um leið og við fáum greiðslu frá flugfélaginu sendum við hana til þín en þar sem við þurfum að afgreiða gríðarlegan fjölda beiðna vegna heimsfaraldursins getur ferlið getur ferlið hjá okkur einnig tekið nokkrar vikur.
Ef bókun þín nær til margra farþega geturðu að jafnaði valið að endurbóka aðeins einn þeirra. Einnig er hægt að endurbóka farþegana á mismunandi tímum svo fremi sem það er í samræmi við endurbókunarfrest flugfélagsins og viðmið. Hvert flugfélag fyrir sig hefur sínar ákveðnu reglur.