Eftir innritun skal ganga úr skugga um að þú fáir brottfararspjöldin þín.
Ef þú nýtir þér netinnritun skaltu prenta brottfararspjöldin eða vista þau í farsímanum áður en þú ferð á flugvöllinn þar sem sum flugfélög gætu tekið gjald fyrir þessa þjónustu á flugvellinum.
Ef þú vilt taka farangur með um borð skaltu hafa í huga að hvert flugfélag hefur sínar eigin reglur um stærð og þyngd handfarangurs. Ákveðna hluti má heldur ekki taka með sér um borð. Vinsamlegast kynntu þér reglur um handfarangur á vefsetri okkar undir „Mínar bókanir" eða á vefsetri flugfélagsins.
Sé innritaður farangur innifalinn í miðanum getur þú innritað þig á netinu en þú þarft að skila inn farangri á tilgreindu svæði flugvallarins. Það fer eftir flugvelli eða flugfélagi hvort þú þarft að annast þetta sjálf/ur eða hvort flugfélagið veitir þjónustuna við innritunarborð.