Þú getur innritað þig á netinu eða á flugvellinum.
Innritun á netinu opnar venjulega 24-48 klukkustundum fyrir brottför og lokar nokkrum klukkustundum fyrir flugtak. Vinsamlegast farðu á vefsetur flugfélagsins til að fá nánari upplýsingar, reglur geta verið mismunandi.
Oftast er einnig hægt að innrita sig á flugvellinum. Hafðu samt í huga að sum flugfélög innheimta aukagjöld fyrir þennan valkost og að þú að verður að mæta með góðum fyrirvara fyrir brottfarartíma.
Þú getur innritað þig með tilvísunarnúmeri bókunarinnar en það er að finna í „Mínar Bókanir" undir flipanum „Innritun". Þú getur einnig bætt innritunarþjónustu okkar við ferðina og við sjáum um alla innritun fyrir þig.
Þegar þú hefur innritað þig færðu brottfararspjöldin. Ef þú innritaðir þig á netinu skaltu muna að prenta brottfararspjöldin eða hlaða þeim niður í farsímann.