Ef þú ert ekki ánægð/ur með hóteldvöl eða bílaleigubíl ættirðu að hafa fyrst samband við hótelið/bílaleigubílamiðlarann til að gefa viðkomandi tækifæri til að bæta úr því sem að er. Hafðu samband beint eða í símanúmerið sem fylgdi bókunarstaðfestingu.
Ef hóteli eða bílaleigumiðlara tekst ekki að leysa vandann er hægt að senda okkur kvörtun með því að nota samskiptaeyðublaðið.
Ef þú vilt leggja fram kvörtun um hóteldvöl eða bílaleigubíl verður þú að nota kvörtunareyðublaðið sem er að finna í skilmálum og skilyrðum ferða. Kvartanir skulu ávallt gerðar skriflega sé beðið um endurgreiðslu á viðbótarkostnaði. Sé beðið um endurgreiðslu á viðbótarkostnaði ætti að láta fylgja með frumrit kvittana.
Við getum ekki framsent kvörtun til miðlarans ef þú hefur ekki reynt að leysa vandann sjálf/ur fyrst með því að hafa samband við þá beint.